Select another country/language
Stefna FordPass um persónuvernd og vafrakökur
Útgáfa: 0.1
FordPass appið („appið") safnar persónulegum upplýsingum um þig. Ford fyrirtækið, sem er ábyrgt fyrir upplýsingunum þínum,er Ford Smart Mobility U.K. Limited, Business Unit 2, Broadcast Centre, Here East, Queen Elizabeth Olympic Park, Stratford, London, England, E20 3BS; Fyrirtæki nr. 11099683(„við” „okkur”).
Þessi FordPass stefna um persónuvernd og vafrakökur („stefnan”)mun aðstoða þig við að skilja hvaða persónulegu upplýsingum við söfnum í gegnum appið og þau ökutæki sem þú tengir það við, af hverju við söfnum þeim og hvað við gerum við þær. Hún útskýrir einnig rétt þinn og hvernig þú getur haft samband við okkur með beiðnir og áhyggjuefni.
Appið mun bjóða upp á mismunandi eiginleika, eftir því hvort þú notar það:
· Ásamt Ford farsímaappinu með Sync eða án þess að tengjast við ökutæki; eða
1. Notkun FordPass með Ford appinu, með Sync eða án þess að tengja við ökutækið, eða [SG1]
2. Nota FordPass með FordPass Connect
1. Notkun FordPass, með Ford farsímaappinu, með Sync eða án þess að tengjast við ökutæki
Í stuttu máli:
Við söfnum upplýsingum um þig og ökutæki sem þú kýst að tengja við appið og notum þær til að veita þér þjónustu sem boðið er upp á í gegnum appið („þjónusturnar”).
Við blöndum einnig upplýsingunum saman við aðrar upplýsingar sem við höfum um þig og notum þær í öðrum tilgangi, eins og að bjóða þér vörur og þjónustur sem við höldum að veki áhuga þinn. Þú getur uppfært valkosti þína um markaðssamskipti hvernær sem er í gegnum „Manage my Data” hluta appsins.
Þú átt rétt á að hafna því að við notum persónulegar upplýsingar þínar í tilteknum tilfellum.
Ef að þú samþykkir, söfnum við GPS landfræðilegri staðsetningu tækis og ökutækis til þess að veita þér tilteknar þjónustur og af öðrum ástæðum. Þú getur dregið samþykki þitt, gagnvart þessu, til baka hvenær sem er í gegnum „Manage my Data” hlutanum í appinu og í gegnum „Settings” á skjám ökutækisins.
Appið notar tækni, svipaða vafrakökum til þess að veita þjónusturnar, og skapa prófíla undir dulnefni um það hvernig appið er notað og með leyfi þínu um notkun auglýsinga. Þú getur dregið samþykki þitt um notkun þessarar tækni í auglýsingaskyni til baka, hvenær sem er í gegnum „Manage my Data”-hluta appsins.
Við gætum flutt gögnin þín utan evrópska efnahagssvæðisins. Við gætum einnig deilt þeim með, hlutdeildarfélögum, dreifingaraðilum, þjónustufyrirtækjum og í öðrum tilfellum.
Frekari upplýsingar:
Upplýsingar sem við söfnum og notum með appinu:
Þjónustutengd gögn: Eftir því hvaða þjónustu þú notar, gætum við safnað eftirfarandi upplýsingum:
Appið heimilar þér einnig að tengjast reikningsstjórn Ford Credit og stjórna Ford Credit reikningnum þínum. Ef að þú gerir það mun FCE Bank plc („Ford Credit”) óska eftir viðbótar-persónuupplýsingum til þess að staðfesta hver þú ert og til að heimila aðgang að reikningi þínum hjá Ford Credit. Ford Credit mun nota þessar persónuupplýsingar eins og lýst er í samkomulagi þínu og Ford Credit.
Ökutækjaupplýsingar: Þú gætir gefið okkur upplýsingar um ökutækið þitt með því að fylla út eyðublað í appinu. Þetta á við um verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), skráningarnúmer og upplýsingar um kílómetrafjölda. Með samþykki þínu munum við safna og nota GPS-staðsetningu farsímatækis þíns og ökutækis. Við gætum einnig safnað upplýsingum um ökutækin sem þú tengir appið við, eins og tegund vélbúnaðar og númer hluta, stöðu kerfa ökutækis (t.d. eldsneytismagn), greiningu ökutækis, kílómetramæli og aðrar upplýsingar um það hvernig ökutækið stendur sig og aksturseiginleika þess, eins og hraða, notkun eldsneytisgjafar, hemla, stýringar, sætisbelta og aðrar sambærilegar upplýsingar um það hvernig ökutækið er notað. Frekari upplýsingar er að finna á skjám í ökutækinu. Við afgreiðum og notum þessi gögn til að veita þér þjónusturnar og eins og áður var lýst í þessari stefnuyfirlýsingu.
Notkun prófíla:Við söfnum prófílum sem eru undir dulnefni til þess að fylgjast með notkun þinni í appinu, þ.m.t. upplýsingar eins og hvenær og hversu lengi þú notar tilteknar þjónustur og eiginleika í auglýsingatilgangi, markaðsrannsóknir og til að bæta þjónustuna okkar. Þar sem að við söfnum þessum prófílum með samþykki þínu, getur þú dregið það til baka hvenær sem er í gegnum „Marketing Options”-hluta appsins.
Tæknilegar upplýsingar um þig og tækið þitt: Í hvert skipti sem þú notar appið gæti það fengið sjálfvirkan aðgang aðeða geymt tæknilegar upplýsingar þínar, þ.m.t. farsímaupplýsingar eins og gerð hugbúnaðar eða stýrikerfis, einstök auðkenni farsímatækja, IP-númer og upplýsingar um farsímakerfið, ákjósanlegar stillingar og upplýsingar um notkun þína á appinu og þjónustum sem þú notar. Við getum einnig safnað upplýsingum um það hvernig appið er notað og hvernig það virkar, þ.m.t. ef það hrynur.
Staðsetningargögn: Ef að þú samþykkir, munu sumir hlutar þjónustunnar nota rauntíma Global Positioning System (GPS) sem ákveður núverandi staðsetningu þína í gegnum tækið þitt, t.d. til þess að finna næsta söluaðila, leiðbeina þér til valins söluaðila eða finna nærliggjandi bílastæði. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er í gegnum „Manage my Data” hluta appsins, en þetta gæti takmarkað eða komið í veg fyrir tilteknar þjónustur.
Ef að þú notar „HERE Live Traffic”-virknina í ökutæki sem tengt er appinu söfnum við verksmiðjunúmeriökutækisins, til að bera kennsl á það og deila staðsetningu þess, stefnu og hraða með þriðja aðila þjónustuveitandanum „HERE Global B.V.” („HERE”). Við gætum þess að fjarlægja upplýsingar sem ættu að virkja HERE til að bera kennsl á þig út frá þeim gögnum
Þú gætir kosið að veita ekki tilteknar persónulegar upplýsingar (eins og að færa ekki inn verksmiðjunúmer til að tengja ökutækið við appið), en þetta gæti takmarkað notkun tiltekinnar þjónustu (t.d. ef að þú slærð ekki inn VIN-númerið munum við ekki geta sent þér afturköllunartilkynningar með appinu.
Hvernig notum við upplýsingarnar þínar?
Við notum persónulegu upplýsingarnar sem við söfnum um þig í gegnum appið og frá ökutækjum sem þú tengir við það í þeim tilgangi að geta veitt þér þjónustur, þ.m.t. þær sem útlistaðar eru hér að ofan,
Við notum þær einnig í öðrum lagalegum tilgangi, eins og að:
Við hjá Ford Smart Mobility UK Limited og öðrum fyrirtækjum Ford Motor Company samsteypunnar um allan heim, gætum, þar sem heimilt er skv. lögum, sameinað og greint með sjálfvirkum ákvarðanatökuferlum reikningsupplýsingar/upplýsingarnar sem við söfnum, og sem veita okkur upplýsingar um notkun þína á appinu og þjónustum, ásamt öðrum upplýsingum sem við varðveitum um þig og aðra viðskiptavini, í þeim tilgangi að geta aðstoðað við það sem að ofan er nefnt. Þetta gæti til dæmis falið í sér greiningu á upplýsingum um ökutæki, stjórna innköllunum, meta virkni markaðssetningar og þjónustuborðs okkar, gera markaðsgreiningar og koma auga á vörur eða þjónustur sem gætu verið áhugaverðar fyrir þig, einnig gætum við haftsamband við þig vegna slíkrar vöru og þjónustu.Til þess að fá frekari upplýsingar um aðra upplýsingaflokka sem við gætum varðveitt um þig, skaltu vinsamlegast skoða persónuverndarstefnu okkar sem við höfum veitt þér í tengslum við aðrar Ford vörur og þjónustur, t.d. á svæðisbundnu Fordvefsíðunni og Fordconnected.com.
Við viljum einnig ganga úr skugga um að efnið sem við sendum þér og samskipti okkar við þig séu eins viðeigandi og hægt er. Vegna þessa gætum við öðru hvoru safnað upplýsingum frá almennum veitum (t.d. á netinu) og frá þriðju aðilum (s.s. þjónustuveitendum okkar eins og vefþjónustum, greiningarfyrirtækjum eða auglýsingaþjónustum) til að aðstoða okkur við að ákveða hvaða Ford vörur og þjónustur þú gætir haft áhuga á. Til dæmis gætu greiningarveitur og auglýsingaþjónustur greint upplýsingar sem þeir safna á netinu og frá öðrum heimildum til að veita okkur lýðfræðilegarupplýsingar og upplýsingar um áhugaefni – s.s. ályktanir um aldurssvið þitt og vörutegundir eða þjónustur sem þú gætir sýnt áhuga. Við gætum sent þér upplýsingar um þessar vörur og þjónustur, samkvæmt þeim samskiptamáta sem þú hefur kosið. Þjónustuborð viðskiptavina okkar gæti einnig notað upplýsingarnar sem við eigum um þig ef þú hefur samband við okkur með spurningar eða eftirgrennslan. Ef þú vilt ekki að við söfnum upplýsingum um þig frá þriðju aðilum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari málsgrein, skaltu vinsamlega hafa samband við okkur (sjá hlutann um „How to Contact Us”)
Þú getur uppfært markaðssamskiptavalkosti þína hvernær sem er í gegnum „Manage 'Marketing Options” hluta appsins.
Við gætum verið skyldug samkvæmt lögum að safna tilteknum persónulegum upplýsingum. Við gætum einnig verið krafin um að safna persónuupplýsingum um þig vegna samnings okkar við þig. Vanræksla á því að veita þessar upplýsingar getur komið í veg fyrir eða seinkað því að skyldur séu uppfylltar. Við einstakar aðstæður, gætu sjálfvirkar ákvarðanir sem við tökum haft lagalegar afleiðingar fyrir þig. Við munum aðeins taka þess konar sjálfvirkar ákvarðanir þegar:
Þú getur haft samband við okkur og beðið um frekari upplýsingar um sjálfvirka ákvarðanatöku og í sumum tilfellum andmælt notkun okkar á henni eða óskað eftir því að þess konar ákvarðanir séu endurskoðaðar af einstaklingi.
Við gætum notað og deilt ópersónulegum (þ.e. nafnlausum) upplýsingum í hvaða tilgangi sem er.
Á grundvelli hvaða laga notum við upplýsingarnar þínar?
Um er að ræða fjölda lagagrundvalla þar sem við getum notað upplýsingarnar þínar.
Hvar eru upplýsingarnar þínar varðveittar
Persónulegar upplýsingar þínar eru varðveittar svæðisbundið í farsímatæki þínu og á vefþjónum sem reknir eru af okkur og þjónustuaðilum okkar. Farið verður með persónulegar upplýsingar þína skv. breskum lögum varðandi varðveislu upplýsinga og gætu verið fluttar innan evrópska efnahagssvæðisins ("EES") sem og til landa utan EES (þ.m.t. USA). Löndin sem við flytjum persónulegar upplýsingar þínar til gætu mögulega ekki verið lönd sem Evrópuráðið telur að trygginæga vernd fyrir persónulegar upplýsingar. Þar af leiðandi þegar við flytjum persónulegar upplýsingar þínar utan EESmunum við setja upp viðeigandi öryggisvernd skv. lagaskyldum okkar til að tryggja að persónuupplýsingar séu nægilega verndaðar, óháð því landi sem þær eru fluttar til.. Þessar öryggisráðstafanir geta falist í því að fá samningsbundnar tryggingar frá þeim þriðju aðilum sem fá aðgang að persónulegum upplýsingum, að þær séu verndaðar af stöðlum sem eru sambærilegir þeim sem vernda persónuupplýsingar þínar þegar þær eru geymdar innan EES. Ef þú vilt vita meira um það hvernig við verndum persónulegar upplýsingar þínar þegar þær eru fluttar út fyrir EES, eða til að fá afrit af þessum öryggisráðstöfunum sem við setjum upp til að vernda persónuupplýsingar þínar við flutninga, hafðu þá vinsamlegastsamband við okkur (sjá hlutann „How to Contact Us").
Hvernig við deilum upplýsingum:
Við gætum deilt persónulegum upplýsingum sem fengnar eru í gegnum appiðog úr ökutækinu/ökutæjum sem þú tengir við það:
Hversu lengi varðveitum við upplýsingarnar þínar?
Við geymum aðeins upplýsingar þínar á auðkennanlegu formi í eins langan tíma og nauðsynlegt er skv. þessari stefnuyfirlýsingu. Þetta á almennt við það að upplýsingarnar eru geymdar eins lengi og eitt af eftirfarandi á við:
Tækni sem líkist vafrakökum er virk á appinu
Hvað er vafrakökuleg tækni?
Vafrakökuleg tækni er víða notuð til þess að fá vefsíður til að virka eða virka betur, sem og til að veita eigendum vefsíðunnar upplýsingar. Öpp nota oft sambærilega tækni og vafrakökur til þess að muna eftir þér, afla þér efnis sem þú óskaðir eftir, eða til að bæta gæði vörunnar með því að fylgjast með hvernig appið er notað.
Ávinningur vafrakökulegrar tækni
Þessi tækni er afar hentug, vegna þess að hún getur gert reynsluna notendavænni þegar þú kemur aftur í appið sem þú hefur heimsótt nokkrum sinnum áður. Að því gefnu að þú notir sama tæki og vafra og áður mun tæknin t.d. muna valkosti þína, þannig aðstoðar þú okkur til læra hvernig þú notar appið þitt og hvernig efnið sem þér er sýnt skiptir þig máli varðandi áhugamál og þarfir.
Þessi tækni er notuð í appinu af eftirfarandi ástæðum:
Push tilkynningar
Appið getur notað valstillingar í tækinu þínu til að ýta við þér með (push) tilkynningum, þ.m.t. tilkynningum sem tengjast þjónustunum. Til dæmis getur appið sent tilkynningar um stöðu ökutækjanna sem þú tengdir við það.Ef að þú slekkur á Push-tilkynningunum í tækinu getur þú samt opnað þjónustuna í gegnum appið.
Persónuvernd barna
Appið safnar ekki viljandi persónulegum upplýsingum frá börnum yngri en 16 ára að aldri.
Réttur þinn og hvernig skal hafa samband við okkur
Þú hefur rétt, sem einstaklingur til að fá uppgefnar þær upplýsingar sem við geymum um þig og í hvaða tilgangi, sem og að gera breytingar ef nauðsyn krefur.Þú hefur einnig rétt á, í sumum tilfellum, að mótmæla vinnslu persónulegra upplýsinga um þig, eða að biðja okkur um að eyða þeim eða takmarka notkun upplýsinganna þinna.Í sumum tilfellum getur þú einnig óskað eftir því að persónulegar upplýsingar þínar verði í boði fyrir þigr á almennu rafrænu formi svo að þú getir deilt þeim með öðrum fyrirtækjum oft er þetta nefnt rétturinn til „data portability”).
Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur til að uppfæra persónulegar upplýsingar þínar ef þær breytast eða ef þær sem við höfum eru ónákvæmar.
Ef að þú ert óánægð(ur) með það hvernig við notum upplýsingarnar þínar vonumst við til að heyra í þér sem fyrst svo að við getum tekið á áhyggjuefnum þínum.Hins vegar hefur þú einnig rétt til að leggja fram kvörtun hjá gagnaverndaryfirvöldum á staðnum.
Ef að spurningar eða áhyggjur vakna varðandi not okkar á upplýsingum þínum eða ef þú vilt nýta rétt þinn á einhvern hátt, getur þú hringt í FordPass Guide eða skrifað gagnaverndaryfirvöldum á staðnum:
Persónuvernd fyrirspurnir, PO Box 16, Hull, England HU9 9PR
Þú getur einnig haft samband við gagnaverndaryfirmann okkar hér:
Öryggi upplýsinganna þinna
Við notum viðeigandi kerfi, stefnur, verkferli og tækni til að vernda og viðhalda öryggi og nákvæmni upplýsinga þinna.
Aðrar vefsíður
Appið gæti verið með hlekki viðönnur öpp eða vefsíður sem við stjórnum ekki og eru ekki rædd í þessar stefnuyfirlýsingu.Ef að þú heimsækir aðrar vefsíðurí gegnum hlekkina sem veittir eru, geta stjórnendur þeirra vefsíðna safnað upplýsingum frá þér sem þeir nota í samræmi við persónuvernarstefnu sína sem gæti verið frábrugðin okkar.
Gildisdagur og endurskoðun persónuverndar- og vafrakökustefnu
Þessi stefna gæti verið uppfærð í samræmi við breytingar á appinu, persónuvernd okkar og notkun upplýsinganna þinna eða viðeigandi laga.
Ef að við breytum þessari stefnu munum við láta þig vita um breytingarnar.Í þeim tilfellum sem breytingarnar munu hafa grundvallaráhrif á eðli gagnavinnslunnar eða hafa umtalsverð áhrif á þig, munum við veita þér nægjanlegan fyrirvara til að þú hafir tækifæri til að nýta rétt þinn (t.d. mótmæla gagnavinnslunni).
Heimild fyrir staðsetningartækni tækis og vafrakökulegri tækni
Þetta er orðalagið fyrir samþykkinu sem þú gætir hafa veitt fyrir staðsetningu tækis og vafrakökulegrar tækni sem notuð er við persónugerða markaðssetningu:
Vafrakökuleg tækni
Með samþykki þínu gætum við einnig uppfært þessar upplýsingar til að persónugera auglýsingar sem þú færð.Þú getur afturkallað samþykkið fyrir notkun vafrakökulegrar tækni til að persónugera auglýsingar hvenær sem er, á tækinu þínu.Ef samþykkið er dregið til baka getur það komið í veg fyrir tiltekna eiginleika appsins.
Deila staðsetningu tækis
Til þess að leyfa þér að nota tiltekna eiginleika appsins viljum við gjarnan safna, nota og deila upplýsingum um staðsetningu farsímatækis þíns.
2. Notkun FordPass með FordPass Connect
Í stuttu máli:
Við söfnum upplýsingum um þig og ökutæki sem þú kýst að tengja við appið og notum þær til að veita þér þjónustu sem boðið er upp á í gegnum appið („þjónusturnar”).Ef að þú tengir ökutæki(n) þín við appið mun hluti þjónustunnar krefjast þess að við notum nettengingu ökutækisins til að safna upplýsingum frá ökutækinu þínu.
Ef að þú tengir fleiri en einn reikning við ökutæki skaltu gera þér grein fyrir því að:
Á sama hátt, ef að þú ert að aka ökutæki með appið tengt við það munu notendur appsins hafa aðgang að staðsetningu ökutækisins og þjónustum sem heimilar að ræsa ökutækið með fjarstýringu (þar sem við á), læstum eða ólæstum og mun sýna upplýsingar um ástand ökutækisins (t.d. eldsneytismagn).
Þú getur stöðvað gagnadeilingu á milli ökutækisins og appsins eða aftengt ökutækið varanlega frá appinu með því að fara á „in-vehicle Connectivity Settings” og skoða þær upplýsingar sem gefnar eru í algengum spurningum (FAQ) í „Accounts” hluta appsins.Ef þú aftengir ökutæki frá appinu eða stöðvar deilingu gagna á milli ökutækis og appsins með því að nota innanstjórnun ökutækis, geturðu ekki notað sumar þjónustur. Til dæmis ef að þú hættir að deila GPS staðsetningargögnum, mun Live Traffic ekki geta veitt þér umferðarupplýsingar og ef þú hættir að deila gögnum ökutækis og fjarstýringu þá getur þú ekki notað fjarstýrða læsingu og aflæsingu.
Við blöndum upplýsingunum saman við aðrar upplýsingar sem við höfum um þig og notum þær í öðrum tilgangi, eins og að bjóða þér vörur og þjónustur sem við höldum að veki áhuga þinn.Þú getur uppfært markaðssamskiptavalkosti þína hvernær sem er, í gegnum „Manage Marketing Options” hluta appsins.
Þú átt rétt á að hafna því að við notum persónulegar upplýsingar þínar í tilteknum tilfellum.
Ef þú samþykkir söfnum við GPS landfræðilegri staðsetningu tækisins og ökutækis sem þú tengir við appið til þess að veita þér tilteknar þjónustur og í öðrum tilgangi.Þú getur afturkallað samþykki þitt fyrir þessu, hvenær sem er í gegnum „Manage my Data” hluta appsins og stillingum þínum innan ökutækisins.
Appið notar tækni, svipaða vafrakökum til þess að veita þjónusturnar og skapa prófíla undir dulnefni um það hvernig appið er notað og með heimild þinni um notkun auglýsinga.Þú getur afturkallað samþykki þitt um notkun þessarar tækni í auglýsingaskyni hvenær sem er, með því að nota „Manage my Data”-hluta appsins.
Við gætum flutt gögnin þín utan evrópska efnahagssvæðisins.Við gætum einnig deilt þeim með, hlutdeildarfélögum, dreifingaraðilum, þjónustufyrirtækjum okkar og í öðrum tilfellum.
Ef að þú lætur aðra aka ökutækjum sem tengd eru appinu skaltu vinsamlega segja þeim frá því hvernig þú notar appið og hvernig skal koma í veg fyrir gagnadeilingu á milli ökutækis og appsins og útskýra fyrir þeim að til sé afrit af þessari stefnuyfirlýsingu á svæðisbundinni vefsíðu Ford eða á Fordconnected.com
Frekari upplýsingar:
Upplýsingar sem við söfnum og notum með appinu:
Þjónustutengd gögn: Eftir því hvaða þjónustur þú notar, gætum við safnað eftirfarandi upplýsingum:
Appið heimilar þér einnig að tengjast reikningsstjórn Ford Credit og stjórna Ford Credit reikningnum þínum.Ef að þú gerir það mun FCE Bank plc („Ford Credit”) óska eftir viðbótarpersónuupplýsingum til þess að staðfesta hver þú ert og til að heimila aðgang að reikningi þínum hjá Ford Credit.Ford Credit mun nota þessar persónuupplýsingar eins og lýst er í samkomulagi þínu við Ford Credit.
Til viðbótar getur appið veitt þér tækifæri til að kaupa vörur og þjónustur.Sumar af þessum vörum og/eða þjónustum eru veittar af samstarfsaðilum okkar sem munu safna aukalegum persónulegum upplýsingum frá þér til að uppfylla óskir þínar.Samstarfsaðilar okkar munu nota persónulegar upplýsingar sem þeir safna, eins og þeir lýsa í yfirlýsingum sínum um persónuvernd eða eins og þeir útskýra þegar þú veitir persónulegar upplýsingar þínar.
Ökutækjaupplýsingar: Þú gætir gefið okkur upplýsingar um ökutækið þitt með því að fylla út eyðublað í appinu. Þetta á við um verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), skráningarnúmer og upplýsingar um kílómetrafjölda.Með samþykki þínu munum við safna og nota GPS-staðsetningu farsímatækis þíns og ökutækis.Við gætum einnig safnað upplýsingum um ökutækin sem þú tengir appið við, eins og tegund vélbúnaðar og númer hluta, stöðu kerfa ökutækis (t.d. vökvamagn, hjólbarðaþrýsting, vél, Wi-Fi inni í ökutækinu og læsingar), greiningu ökutækis, kílómetramæli og aðrar upplýsingar um það hvernig ökutækið stendur sig og aksturseiginleika þess, eins og hraða, notkun eldsneytisgjafar, hemla, stýringar, sætisbelti og aðrar sambærilegar upplýsingar um það hvernig ökutækið er notað.Við afgreiðum og notum þessi gögn til að veita þér þjónusturnar og eins og áður var lýst í þessari stefnuyfirlýsingu.Þú getur kosið hvaða gögn eru send frá ökutæki/ökutækjum sem tengd eru appinu í gegnum stillingar inni í ökutækinu.Ef að þú takmarkar gögnin sem send eru frá ökutækinu getur það takmarkað eða komið í veg fyrir not á tilteknum þjónustum.
Notkun prófíla:Við söfnum prófílum sem eru undir dulnefni til þess að fylgjast með notkun þinni í gegnum appið, þ.m.t. upplýsingar eins og hvenær og hversu lengi þú notar tilteknar þjónustur og eiginleika í auglýsingatilgangi, markaðsrannsóknir og til að bæta þjónustuna okkar.Þar sem að við söfnum þessum prófílum með samþykki þínu getur þú dregið það til baka hvenær sem er í gegnum „Marketing Options”-hluta appsins.
Tæknilegar upplýsingar um þig og tækið þitt: Í hvert skipti sem þú notar appið gæti það fengið sjálfvirkan aðgang eða geymt upplýsingar þínar, þ.m.t. farsímaupplýsingar, eins og gerð hugbúnaðar eða stýrikerfis, einstök auðkenni tækja, IP-númer og upplýsingar um farsímakerfið, ákjósanlegar stillingar og upplýsingar um notkun þína á appinu og þjónustum sem þú notar.Við getum einnig safnað upplýsingum um það hvernig appið er notað og hvernig það virkar, þ.m.t. ef það hrynur.
Staðsetningargögn: Ef að þú samþykkir, munu sumir hlutar þjónustunnar nota rauntíma Global Positioning System (GPS) sem ákveður núverandi staðsetningu þína í gegnum tækið þitt, t.d. til þess að finna næsta umboðsaðila, leiðbeina þér til valins söluaðila eða finna nærliggjandi bílastæði.Sumar af þessum þjónustum fela einnig í sér að safna staðsetningarupplýsingum beint frá ökutækinu þínu, t.d. til þess að leyfa þér að staðsetja ökutækið með því að nota farsímann og til að sýna staðsetningu þess í appinu.Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er í gegnum „Manage my Data” hluta appsins, eða í gegnum stillingar inni í ökutækinu, en þetta gæti takmarkað eða komið í veg fyrir tilteknar þjónustur.
Ef að þú notar „HERE Live Traffic”-virknina í ökutæki sem tengt er appinu söfnum við verksmiðjunúmeri ökutækisins til að bera kennsl á það og deila staðsetningu þess, stefnu og hraða með þriðja aðila, þjónustuveitandanum „HERE Global B.V.”(„HERE”).Við gætum þess að fjarlægja upplýsingar sem ættu að virkja HERE til að bera kennsl á þig út frá þeim gögnum.
Þú gætir kosið að veita ekki tilteknar persónulegar upplýsingar, en það gæti takmarkað eða komið í veg fyrir notkun tiltekinna þjónustu (t.d. ef þú tengir ekki ökutæki munt þú ekki geta notað læsingar- og aflæsingareiginleikana).
Hvernig notum við upplýsingarnar þínar?
Við notum persónulegu upplýsingarnar sem við söfnum um þig í gegnum appið og frá ökutækjum sem þú tengir við það, í þeim tilgangi að geta veitt þér þjónustur, þ.m.t. þær sem útlistaðar eru hér að ofan,Við notum þær einnig í öðrum lagalegum tilgangi, eins og að:
Við viljum einnig ganga úr skugga um að efnið sem við sendum þér og samskipti okkar við þig séu eins viðeigandi og hægt er.Vegna þessa, gætum við öðru hvoru safnað upplýsingum frá almennum veitum (t.d. á netinu) og frá þriðju aðilum (s.s. þjónustuveitendum okkar eins og vefþjónustum, greiningarfyrirtækjum eða auglýsingaþjónustum) til að aðstoða okkur við að ákveða hvaða Ford vörur og þjónustur þú gætir haft áhuga á.Til dæmis gætu greiningarveitur og auglýsingaþjónustur greint upplýsingar sem þær safna á netinu og frá öðrum heimildum til að veita okkur lýðfræðiupplýsingar og upplýsingar um áhugaefni – s.s. ályktanir um aldurssvið þitt og vörutegundir eða þjónustur sem þú gætir sýnt áhuga.Við gætum sent þér upplýsingar um þessar vörur og þjónustur, samkvæmt þeim samskiptamáta sem þú hefur kosið.Leiðbeinendur FordPass Guides gætu einnig notað upplýsingarnar sem við höfum um þig ef þú hefur samband við þá með spurningar eða eftirgrennslan.Ef þú vilt ekki að við söfnum upplýsingum um þig frá þriðju aðilum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari málsgrein, skaltu vinsamlega hafa samband við okkur (sjá hlutann um „How to Contact Us”)
Þú getur uppfært markaðssamskiptavalkosti þína hvenær sem er í gegnum „Manage Marketing Options” hluta appsins.
Við gætum verið skyldug samkvæmt lögum að safna tilteknum persónulegum upplýsingum.Við gætum einnig verið krafin um að safna persónuupplýsingum um þig vegna samnings okkar við þig. Vanræksla á því að veita þessar upplýsingar getur komið í veg fyrir eða seinkað því að skyldur séu uppfylltar.
Við einstakar aðstæður, gætu sjálfvirkar ákvarðanir sem við tökum haft lagalegar afleiðingar fyrir þig.Við munum aðeins taka þess konar sjálfvirkar ákvarðanir þegar:
Þú getur haft samband við okkur og beðið um frekari upplýsingar um sjálfvirka ákvarðanatöku og í sumum tilfellum andmælt notkun okkar á henni eða óskað eftir því að þess konar ákvarðanir séu endurskoðaðar af einstaklingi.
Við gætum notað og deilt ópersónulegum (þ.e. nafnlausum) upplýsingum í hvaða tilgangi sem er.
Á grundvelli hvaða laga notum við upplýsingarnar þínar?
Um er að ræða fjölda lagagrundvalla þar sem við getum notað upplýsingarnar þínar.
Hvar eru upplýsingarnar þínar varðveittar
Persónulegar upplýsingar þínar eru varðveittar svæðisbundið í farsímatæki þínu og á vefþjónum sem reknir eru af okkur og þjónustuaðilum okkar. Farið verður með persónulegar upplýsingar þína skv. breskum lögum varðandi varðveislu upplýsinga og gætu verið fluttar innan evrópska efnahagssvæðisins ("EES") sem og til landa utan EES (þ.m.t. USA). Löndin sem við flytjum persónulegar upplýsingar þínar til gætu mögulega ekki verið lönd sem Evrópuráðið telur að tryggi næga vernd fyrir persónulegar upplýsingar. Þar af leiðandi þegar við flytjum persónulegar upplýsingar þínar utan EES munum við setja upp viðeigandi öryggisvernd skv. lagaskyldum okkar og til að tryggja að persónuupplýsingar séu nægilega verndaðar, óháð því landi sem þær eru fluttar til. Þessar öryggisráðstafanir geta falist í því að fá samningsbundnar tryggingar frá þeim þriðju aðilum sem fá aðgang að persónulegum upplýsingum, að þær séu verndaðar af stöðlum sem eru sambærilegir þeim sem vernda persónuupplýsingar þínar þegar þær eru geymdar innan EES. Ef þú vilt vita meira um það hvernig við verndum persónulegar upplýsingar þínar þegar þær eru fluttar út fyrir EES, eða til að fá afrit af þessum öryggisráðstöfunum sem við setjum upp til að vernda persónuupplýsingar þínar við flutning, hafðu þá vinsamlegast samband við okkur (sjá hlutann „How to Contact Us").
Hvernig við deilum upplýsingum:
Ef að þú tengir fleiri en einn reikning við ökutæki skaltu gera þér grein fyrir að:
Á sama hátt, ef að þú ekur ökutækinu með appið tengt munu sumir notendur appsins hafa aðgang að staðsetningu ökutækisins og þjónustunni sem heimilar að ræsa ökutækið með fjarstýringu (þar sem á við), læstu eða ólæstu og mun sýna upplýsingar um ástand ökutækisins (t.d. eldsneytismagn).
Þú getur stöðvað gagnadeilingu á milli ökutækisins og appsins eða aftengt ökutækið varanlega frá appinu með því að fara á „in-vehicle Connectivity Settings” og skoða upplýsingarnar sem eru gefnar upp í algengum spurningum (FAQ) í „Accounts” hluta appsins.Ef að þú aftengir ökutæki frá appinu eða stöðvar deilingu gagna á milli ökutækis og appsins með því að nota innanstjórnun ökutækis, geturðu ekki notað sumar þjónustur. Til dæmis ef að þú hættir að deila GPS staðsetningargögnum, mun Live Traffic ekki geta veitt þér umferðarupplýsingar og ef þú hættir að deila gögnum ökutækis og fjarstýringu þá getur þú ekki notað fjarstýrða læsingu og aflæsingu.
Ef að þú tengir appið við ökutæki sem hefur áður verið tengt við það af öðrum notanda appsins, mun nafn þitt og sú staðreynd að þú hafir óskað eftir þessari tengingu verða deilt í gegnum appið, með þeim notanda sem fyrst tengdi appið og ökutækið. Þeim notanda verður gefið tækifæri til að heimila eða hafna beiðni þinni um tengingu við ökutækið.
Sumar af þjónustum okkar krefjast þess að við deilum persónulegum upplýsingum með samstarfsaðilum okkar. Til dæmis:
Við gætum einnig deilt persónulegum upplýsingum sem fengnar eru í gegnum appið frá ökutækjum sem þú tengir við það:
Hversu lengi varðveitum við upplýsingarnar þínar?
Við geymum aðeins upplýsingar þínar á auðkennanlegu formi í eins langan tíma og nauðsynlegt er skv. þessari stefnuyfirlýsingu. Þetta á almennt við það að upplýsingarnar eru geymdar eins lengi og eitt af eftirfarandi á við:
Tækni sem líkist vafrakökum er virk á appinu
Hvað er vafrakökuleg tækni?
Vafrakökuleg tækni er víða notuð til þess að fá vefsíður til að virka eða virka betur, sem og til að veita eigendum vefsíðunnar upplýsingar. Öpp nota oft sambærilega tækni og vafrakökur til þess að muna eftir þér, afla þér efnis sem þú óskaðir eftir eða til að bæta gæði vörunnar með því að fylgjast með hvernig appið er notað.
Ávinningur vafrakökulegrar tækni
Þessi tækni er afar hentug, vegna þess að hún getur gert reynsluna notendavænni þegar þú kemur aftur í appið sem þú hefur heimsótt nokkrum sinnum áður. Að því gefnu að þú notir sama tæki og vafra og áður mun hann t.d. muna valkosti þína, þannig aðstoðar þú okkur til læra hvernig þú notar appið þitt og hvernig efnið sem þér er sýnt skiptir þig máli varðandi áhugamál og þarfir.
Þessi tækni er notuð í appinu af eftirfarandi ástæðum:
Push tilkynningar
Appið getur notað valstillingar í tækinu þínu til að ýta við þér með (push) tilkynningum, þ.m.t. tilkynningum sem tengjast þjónustum. Til dæmis getur appið sent tilkynningar um stöðu ökutækjanna sem þú tengdir við það. Til dæmis getur appið sent Push-tilkynningar um ástand ökutækisins sem þú hefur tengt því.Ef að þú slekkur á Push-tilkynningunum á tækinu getur þú samt opnað þjónustuna í gegnum appið.
Persónuvernd barna
Appið safnar ekki viljandi persónulegum upplýsingum frá börnum yngri en 16 ára að aldri.
Réttur þinn og hvernig skal hafa samband við okkur
Þú hefur rétt, sem einstaklingur til að fá þær upplýsingar sem við geymum um þig og í hvaða tilgangi, sem og að gera breytingar ef nauðsyn krefur. Þú hefur einnig rétt á í sumum tilfellum, að mótmæla vinnslu persónulegra upplýsinga um þig, eða að biðja okkur um að eyða þeim eða takmarka notkun upplýsinganna þinna. Í sumum tilfellum getur þú einnig óskað eftir því að persónulegar upplýsingar þínar verði í boði fyrir þig á almennu rafrænu formi svo að þú getir deilt þeim með öðrum fyrirtækjum (oft er þetta nefnt rétturinn til „data portability”).
Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur til að uppfæra persónulegar upplýsingar þínar ef þær breytast eða ef þær sem við höfum eru ónákvæmar.
Ef að þú ert óánægð(ur) með það hvernig við notum upplýsingarnar þínar vonumst við til að heyra í þér sem fyrst svo að við getum tekið á áhyggjuefnum þínum. Hins vegar hefur þú einnig rétt á að leggja fram kvörtun hjá gagnaverndaryfirvöldum á staðnum.
Ef að spurningar eða áhyggjur vakna varðandi not okkar á upplýsingum þínum eða ef þú vilt nýta rétt þinn á einhvern hátt, getur þú hringt í FordPass Guide eða skrifað gagnaverndaryfirvöldum á staðnum:
Persónuvernd fyrirspurnir PO BOX 16, Hull, Englandi HU9
Þú getur einnig haft samband við gagnaverndaryfirmann okkar hér:
Öryggi upplýsinganna þinna
Við notum viðeigandi kerfi, stefnur, verkferli og tækni til að vernda og viðhalda öryggi og nákvæmni upplýsinga þinna.
Aðrar vefsíður
Appið gæti verið með hlekki við önnur öpp eða vefsíður sem við stjórnum ekki og eru ekki ræddir í þessar stefnuyfirlýsingu. Ef að þú heimsækir aðrar vefsíður í gegnum hlekkina sem veittir eru, geta stjórnendur þeirra vefsíðna safnað upplýsingum frá þér sem þeir nota í samræmi við persónuverndarstefnu sína sem gæti verið frábrugðin okkar.
Gildisdagur og endurskoðun persónuverndar- og vafrakökustefnu
Þessi stefna gæti verið uppfærð í samræmi við breytingar á appinu, persónuverndarstefnu okkar og notkun upplýsinganna þinna eða viðeigandi laga.
Ef að við breytum þessari stefnu munum við láta þig vita um breytingarnar. Í þeim tilfellum sem breytingarnar munu hafa grundvallaráhrif á eðli gagnavinnslunnar eða hafa umtalsverð áhrif á þig, munum við veita þér nægjanlegan fyrirvara til að þú hafir tækifæri til að nýta rétt þinn (t.d. mótmæla gagnavinnslunni).
Heimild fyrir staðsetningartækni tækis og vafrakökulegri tækni
Þetta er orðalagið fyrir samþykkinu sem þú gætir hafa veitt fyrir staðsetningu tækis og vafrakökulegrar tækni sem notuð er við persónugerða markaðssetningu:
Vafrakökuleg tækni
Með samþykki þínu gætum við einnig uppfært þessar upplýsingar til að persónugera auglýsingar sem þú færð. Þú getur afturkallað samþykkið fyrir notkun vafrakökulegrar tækni til að persónugera auglýsingar hvenær sem er, á tækinu þínu. Ef samþykkið er dregið til baka getur það komið í veg fyrir notkun tiltekinna eiginleika appsins.
Deila staðsetningu tækis
Til þess að leyfa þér að nota tiltekna eiginleika appsins, viljum við gjarnan safna, nota og deila upplýsingum um staðsetningu farsímatækis þíns.